Jógahjartað hefur það markmið að veita börnum jógakennslu í sínum heimaskóla.

Orðið jóga (yoga) á rætur í sanskrít og þýðir m.a. sameining.  Með jógaiðkun vinnum við með líkama, huga og sál sem eina heild. Iðkunin er þekkt fyrir að auka núvitund og minnka skvaldur hugans. Þegar hugurinn kyrrist og við verðum meðvitaðri um augnablikið hér og nú eykst rýmið til að skynja okkur sjálf betur og uppgötva hver við erum í raun og veru.

Jógaiðkun hefur reynst vel í nútíma samfélagi til að vinna gegn streitu og stuðla að andlegu og líkamlegu jafnvægi. Jóga eins og við þekkjum það í nútímanum felur oftast í sér líkamsæfingar, öndunaræfingar, hugleiðslu og slökun. 

Jógaæfingar auka liðleika og styrk, örva blóðflæði, bæta meltinguna og teygja og slaka á vöðvum. 

Meðvituð öndun er grunnurinn í jógaiðkuninni og opnar fyrir dýpri skynjun líkamans og meiri stjórn á hugsanaflæði. Djúp öndun hjálpar börnum að róa tilfinningar sínar og minnka streitu.

Hugleiðsla stuðlar að meiri hugarró, betri eftirtekt og gerir okkur tilbúnari til að takast á við amstur dagsins. Hugleiðsla er skemmtileg leið til að taka til í huganum. Hún fækkar ágengum hugsunum og hjálpar okkur að ná betra tilfinningajafnvægi.

Slökun er mikilvægur hluti af jógaiðkun en þar er verið að hvíla líkamann á markvissan hátt og hægja á öndun. 


Partners


VILTU STYÐJA FÉLAGIÐ?

Skrifaðu okkur línu eða styrktu verkefnið með millifærslu á reikning Jógahjartans. Allir styrkir eru vel þegnir til samtakanna. Hægt er að leggja frjálst framlag inn á reikning okkar og/eða gerast félagi Jógahjartans.

Kt. 510414-1010 - Reikn. 526-14-403558

Nafn *
Nafn