VIÐ VINNUM FYRIR JÓGAHJARTAÐ

Við störfum við verkefni Jógahjartans ásamt fjölda sjálfboðaliða. 

Aðalverkefni ársins er Hugleiðsludagur unga fólksins 9. október 2018 eða Meditation Day for Youth 2018. Í ár hugleiða börn víða á Íslandi og í Kanada sama dag í 3 mínútur fyrir frið í hjarta.
Ef þú vilt styrkja félagið og það ágæta verkefni þá máttu það gjarnan! Sendu okkur póst á jogahjartad@gmail.com.

Okkar bestu hjartans kveðjur,
Verkefnastjórn Jógahjartans


Arnbjörg Kristín

Arnbjörg Kristín er móðir, leiðsögukona, jógakennari og Radiant Child Yoga barnajógakennaraþjálfari. Hún hefur starfað frá upphafi við stefnumótun, rekstur, skipulagningu viðburða og umgjörð félagsins. Hún á til í að breytast í Skringil skógarálf og skemmta börnum á jógískan og fræðandi hátt með blómálfinum Bríeti (aka. Halldóra Markúsdóttir). Hún hefur umsjón með jógakennslu í valgreinum fyrir Akureyrarbæ í Ómi Yoga & Gongsetri á Akureyri og sinnir jógakennslu, krakkajóga, viðburðum og tekur á móti hópum þar.

Eygló

Eygló Lilja er móðir, jógakennari og útskrifuð í námi í vefþróun. Hún er búin að starfa ötullega við Jógahjartað frá stofndegi við kennslu og nú vefsíðugerð. Hún kemur að skipulagningu og vinnu á Hugleiðsludegi unga fólksins.

Halldóra

Halldóra er móðir, barnajógakennari, leikkona og trúður. Hún hefur kennt fjölda barna á vegum Jógahjartans og miðlað af þekkingu sinni á leiklist og trúðahlutverkinu til barna. Hún hefur umsjón með viðburði á Akureyri þann 9. febrúar á Friðrildi - Hugleiðsludegi Grunnskólabarna.
Hún á til í að breytast í trúðinn KöruAfþvíbara og blómálfinn Bríeti og skemmta börnum á jógískan og fræðandi hátt með Skringli skógarálfi (aka Arnbjörgu) og fleiri jógadýrum.

Inga

Inga Margrét starfar við Háaleitisskóla og hefur kennt barnajóga þar á undanförnum misserum. Hún kemur sterk inn við skipulagningu Hugleiðsludags unga fólksins.